Fölsun Töflurnar líkjast löglegu töflunum en eru þykkari.
Fölsun Töflurnar líkjast löglegu töflunum en eru þykkari. — Ljósmynd/Lyfjastofnun Íslands
Falsaðar töfl­ur sem líkj­ast mjög OxyCont­in-töfl­um eru í um­ferð hér á Íslandi og var­ar Lyfja­stofn­un Íslands við þeim í til­kynn­ingu. Í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni seg­ir að rann­sókn­ar­stofu í lyfja- og eit­ur­efna­fræði við Há­skóla…

Falsaðar töfl­ur sem líkj­ast mjög OxyCont­in-töfl­um eru í um­ferð hér á Íslandi og var­ar Lyfja­stofn­un Íslands við þeim í til­kynn­ingu.

Í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni seg­ir að rann­sókn­ar­stofu í lyfja- og eit­ur­efna­fræði við Há­skóla Íslands hafi ný­lega borist til grein­ing­ar töfl­ur sem líkt­ust lyf­inu OxyCont­in, nán­ar til­tekið 80 mg töfl­um sem inni­halda ekki oxýkó­don, held­ur para­seta­mól, koff­ín, kó­dein, klónazepam, bíper­íden og ketór­ólak.

Töfl­urn­ar sem greind­ar voru komu frá Norður­landi og af höfuðborg­ar­svæðinu.

Töfl­urn­ar eru stimplaðar með „OC“ og „80“. Fölsuðu töfl­urn­ar eru hins veg­ar þykk­ari en þær lög­legu, og filmu­húðin er laus­ari í sér.

Efn­in sem greind hafa verið í fölsuðu töfl­un­um eru sum hver notuð í lyf sem gef­in eru við mikl­um verkj­um, önn­ur við park­in­sonsveiki, enn önn­ur við floga­veiki. Ekki er ljóst hver sam­verk­an efn­anna í fölsuðu töfl­un­um gæti orðið, áhrif­in gætu orðið ófyr­ir­sjá­an­leg og valdið al­var­leg­um heilsu­farsáhrif­um að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Lyfja­stofn­un­ar.

„Þó þykir rétt að benda á að ef para­seta­mól er tekið í miklu magni er hætta á lifr­ar­skemmd­um. Þá geta bæði klónazepam og kó­dein valdið önd­un­ar­bæl­ingu og sljó­leika, og ef þau eru notuð sam­hliða geta þessi áhrif magn­ast. Bíperíd­en get­ur valdið rugl­ingi, sjóntrufl­un­um og jafn­vel rang­hug­mynd­um, við mikla ofskömmt­un er hætta á losti vegna hjarta­áfalls og önd­un­arstöðvun­ar. Bent er á að naloxón-­nefúði (Nyxoid) vinn­ur ekki gegn ofskömmt­un af þess­um efn­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Minn­ir stofn­un­in á að ávallt skuli hringja í 112 vegna gruns um ofskömmt­un.