Þjóðdansar Stíga sporið lipurt og létt.
Þjóðdansar Stíga sporið lipurt og létt.
Í sumar verður haldið upp á hálfrar aldar afmæli ISLEK – norræns þjóðdansamóts sem hefur sameinað dansáhugafólk frá Norðurlöndunum allt frá árinu 1975. Í ár fer mótið fram í níunda sinn. Á laugardag, 19

Í sumar verður haldið upp á hálfrar aldar afmæli ISLEK – norræns þjóðdansamóts sem hefur sameinað dansáhugafólk frá Norðurlöndunum allt frá árinu 1975. Í ár fer mótið fram í níunda sinn.

Á laugardag, 19. júlí, munu þjóðbúningaklæddir gestir frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi stíga þjóðdansa víðs vegar um safnsvæði Árbæjarsafns. Frá kl. 14 og fram til kl. 16 geta safngestir notið þess að sjá fjölbreytta dansa og litríka búninga sem endurspegla menningararf Norðurlandanna. sbs@mbl.is