Listakonan Asalaus sýnir hljóðinnsetninguna „Vörr“ í porti Hafnarhússins í dag klukkan 16-18. „Vörr er hljóðinnsetning þar sem hátalarar búnir til úr pappír eru í aðalhlutverki. Hljóð er sent í gegnum hátalarana og vegna þess hve…
Listakonan Asalaus sýnir hljóðinnsetninguna „Vörr“ í porti Hafnarhússins í dag klukkan 16-18. „Vörr er hljóðinnsetning þar sem hátalarar búnir til úr pappír eru í aðalhlutverki. Hljóð er sent í gegnum hátalarana og vegna þess hve pappírinn er viðkvæmur í eðli sínu verður til mikil hreyfing þegar hljóðin berast úr hátölurunum,“ segir í tilkynningu. Saga Hafnarhússins sé innblástur verksins, sem er hluti af uppskeruhátíð Listahópa Hins hússins og Götuleikhússins.