Amin Cosic var hetja Njarðvíkur er liðið sigraði Fylki, 1:0, á útivelli í 13. umferð 1. deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Amin skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í sínum síðasta leik með Njarðvík en hann hefur verið keyptur til KR

Amin Cosic var hetja Njarðvíkur er liðið sigraði Fylki, 1:0, á útivelli í 13. umferð 1. deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Amin skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í sínum síðasta leik með Njarðvík en hann hefur verið keyptur til KR. Fylkir er aðeins fyrir ofan fallsæti á markatölu. HK mistókst að fara upp í annað sætið, þar sem liðið tapaði fyrir Þór á heimavelli, 2:1. Þá vann Keflavík ótrúlegan sigur á Fjölni, 5:4, með þremur mörkum á lokakaflanum. » 32