Forsíða Guðný Helga Herbertsdóttir prýðir forsíðu Sportveiðiblaðsins.
Forsíða Guðný Helga Herbertsdóttir prýðir forsíðu Sportveiðiblaðsins.
Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út, en þetta er 43. árgangur tímaritsins sem Gunnar Bender hefur haldið úti af stakri elju frá fyrstu tíð. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda. Þar er m.a. rætt við Guðnýju Helgu Herbertsdóttur forstjóra VÍS, sem er heltekin af veiðidellu

Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út, en þetta er 43. árgangur tímaritsins sem Gunnar Bender hefur haldið úti af stakri elju frá fyrstu tíð.

Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda. Þar er m.a. rætt við Guðnýju Helgu Herbertsdóttur forstjóra VÍS, sem er heltekin af veiðidellu.

Í blaðinu er birt veiðistaðalýsing Þverár í Borgarfirði, sem er ein eftirsóttasta veiðiá landsins, sagt er frá ævintýrum á grænlenskri veiðislóð og einnig er í blaðinu sagt frá rjúpnaveiðum með fuglahundum og fjallað er um smíði á flugustöngum.

Blaðið er og prýtt fjölda ljósmynda frá veiðislóð, bæði innlendum og erlendum, ásamt frásögnum af fjölbreyttum veiðiskap.