Rúmlega þúsund tonnum hefur verið bætt við strandveiðiheimildir en það þýðir að nú eru rétt rúm 2.000 tonn eftir í pottinum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem atvinnuvegaráðuneytið sendi frá sér rétt í þessu.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist fagna því að heimildum hafi verið bætt við.
Aðspurður hvort 1.000 tonn muni hafa mikil áhrif segir hann að hann treysti því að mönnum verði tryggðir 48 dagar og ráðuneytið muni finna út úr því hvernig best sé að standa að fyrirkomulaginu.
Í tilkynningunni ráðuneytisins segir að svigrúm til aukinna aflaheimilda hafi skapast í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin hafi verið 5.478 tonn sem 1.032 tonn af þorski fengust fyrir og hafði ekki verið ráðstafað á yfirstandandi fiskveiðiári.
Þá segir jafnframt í tilkynningunni: „Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024, kemur fram að ríkistjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða. Í samræmi við það og til viðbótar við ofangreint lagði atvinnuvegaráðherra fram frumvarp fyrir Alþingi í maí sl. um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2024/2025 verði ráðherra heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða til viðbótar við aflamagn á fiskveiðiárinu 2024/2025.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.7.25 | 582,08 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.7.25 | 607,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.7.25 | 333,34 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.7.25 | 363,86 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.7.25 | 263,18 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.7.25 | 282,60 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.7.25 | 487,75 kr/kg |
Litli karfi | 31.7.25 | 11,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 20.6.25 | 98,00 kr/kg |
31.7.25 Kvikur EA 20 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 150 kg |
Þorskur | 74 kg |
Samtals | 224 kg |
31.7.25 Kolga BA 70 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 574 kg |
Samtals | 574 kg |
31.7.25 Æsir BA 808 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 420 kg |
Samtals | 420 kg |
31.7.25 Djúpey BA 151 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.276 kg |
Samtals | 1.276 kg |
31.7.25 Hemmi Á Stað GK 80 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.697 kg |
Þorskur | 1.241 kg |
Hlýri | 181 kg |
Steinbítur | 44 kg |
Samtals | 4.163 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.7.25 | 582,08 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.7.25 | 607,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.7.25 | 333,34 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.7.25 | 363,86 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.7.25 | 263,18 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.7.25 | 282,60 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.7.25 | 487,75 kr/kg |
Litli karfi | 31.7.25 | 11,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 20.6.25 | 98,00 kr/kg |
31.7.25 Kvikur EA 20 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 150 kg |
Þorskur | 74 kg |
Samtals | 224 kg |
31.7.25 Kolga BA 70 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 574 kg |
Samtals | 574 kg |
31.7.25 Æsir BA 808 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 420 kg |
Samtals | 420 kg |
31.7.25 Djúpey BA 151 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.276 kg |
Samtals | 1.276 kg |
31.7.25 Hemmi Á Stað GK 80 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.697 kg |
Þorskur | 1.241 kg |
Hlýri | 181 kg |
Steinbítur | 44 kg |
Samtals | 4.163 kg |