Þjóðmálin
3. júlí 2025
Bifreið valt niður snarbratta Óshlíðina milli Bolungarvíkur og Hnífsdals í september árið 1973. Einn lést og tveir sluppu ómeiddir en enginn belti voru í bílnum. Þórólfur Hilbert Jóhannesson, bróðir Kristins Hauks, sem lést í slysinu, ræðir málið ásamt Snorra S. Konráðssyni bifvélavirkjameistara, sem rannsakað hefur gögn málsins, greint vettvang slyssins, ástand ökutækisins eftir slys og tilurð skemmda á ökutækinu ásamt hreyfingu fólks i framsæti þegar ökutækið varð fyrir verulegum skemmdum en Snorri starfaði um árabil við slíkar greiningar fyrir lögreglu. Málið var tekið upp fyrir tilstuðlan fjölskyldu Kristins en því lokað á ný árið 2023. Þeir Þórólfur og Snorri spyrja sig hvort lögregla hafi rannsakað málið til hlítar?