Fólk er að biðja um hjálp en veit ekki hvert það á að leita

„Þegar ég var ný­byrjaður hjá slökkviliðinu fór ég í tvö út­köll með stuttu milli þar sem ann­ar aðil­inn hafði hengt sig og hinn var með skot­vopn og kláraði sig þannig,“ lýs­ir slökkviliðsmaður­inn Berg­ur Vil­hjálms­son þeim þung­bæru aðkom­um sem kunna að fylgja starfi slökkviliðsmanna. Í næstu viku mun Berg­ur ganga 400 km yfir Sprengisand með 100 kg sleða í eft­ir­dragi til styrkt­ar Píeta-sam­tak­anna. Með fram­tak­inu vill Berg­ur leggja sitt af mörk­um við að vekja at­hygli á and­legri van­líðan og auk­inni sjálfs­vígs­hættu fólks sem hann seg­ir sjald­an eða aldrei hafa verið jafn­mik­il­vægt og nú. Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

Bróðir minn lést ekki í bíl­veltu því bíll­inn valt ekki

Bif­reið valt niður snar­bratta Óshlíðina milli Bol­ung­ar­vík­ur og Hnífs­dals í sept­em­ber árið 1973. Einn lést og tveir sluppu ómeidd­ir en eng­inn belti voru í bíln­um. Þórólf­ur Hil­bert Jó­hann­es­son, bróðir Krist­ins Hauks, sem lést í slys­inu, ræðir málið ásamt Snorra S. Kon­ráðssyni bif­véla­virkja­meist­ara, sem rann­sakað hef­ur gögn máls­ins, greint vett­vang slyss­ins, ástand öku­tæk­is­ins eft­ir slys og til­urð skemmda á öku­tæk­inu ásamt hreyf­ingu fólks i fram­sæti þegar öku­tækið varð fyr­ir veru­leg­um skemmd­um en Snorri starfaði um ára­bil við slík­ar grein­ing­ar fyr­ir lög­reglu. Málið var tekið upp fyr­ir til­stuðlan fjöl­skyldu Krist­ins en því lokað á ný árið 2023. Þeir Þórólf­ur og Snorri spyrja sig hvort lög­regla hafi rann­sakað málið til hlít­ar?

Skagi í ein­stakri stöðu á markaðnum

Har­ald­ur Þórðars­son for­stjóri Skaga seg­ir í viðskipta­hluta Dag­mála að fyr­ir­tækið sé í ein­stakri stöðu og að ósenni­legt sé að það verði hreyf­ing­ar á fjár­mála­markaði án þess að Skagi fái sæti við borðið.

Var til­bú­inn að hætta í hand­bolta

Hand­boltamaður­inn fyrr­ver­andi Aron Pálm­ars­son lagði skóna á hill­una á dög­un­um eft­ir afar far­sæl­an fer­il þar sem hann varð þrett­án sinn­um lands­meist­ari í Þýskalandi, Ung­verjalandi, á Spáni og á Íslandi. Þá lék hann 184 A-lands­leiki og skoraði í þeim 694 mörk en hann hef­ur verið landsliðsfyr­irliði frá ár­inu 2020 og vann til bronsverðlauna á EM 2010 í Aust­ur­ríki. Aron ræddi við Bjarna Helga­son um hand­bolta- og landsliðsfer­il­inn og lífið eft­ir hand­bolt­ann.