Engin skömm að fyrirgefa framhjáhald

Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur hefur aðstoðað fjölmörg pör við að ná sáttum og finna ástina á ný eftir að framhjáhald átti sér stað. Hún segist taka hatt sinn ofan fyrir pörum sem leggi í þá vinnu að endurheimta traust og öryggi eftir að svik voru framin. Ferlið geti verið langt og strangt en í langflestum tilfellum fái þau farsælan endi, sem leiðir jafnvel til þess að sambandið styrkist til muna og verði kröftugra sem aldrei fyrr.

Ég er alltaf að horfa áfram og upp

Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari Íslands í hnefaleikum, ultra maraþonhlaupari og einstaklingur sem skarar framúr í því sem hann tekur sér fyrir hendur er gestur Kristínar Sifjar í Dagmálum að þessu sinni. Davíð er yfirþjálfari World class boxing academy og er um þessar mundir að skipuleggja Icebox Championships sem hefur vaxið töluvert síðustu sex ár. Davíð hefur búið í Los Angeles en þangað fór hann til að elta boxdrauminn, vann á sjó o.fl en hann segir okkur sögu sína í Dagmálum.

Hlaupið fyrir speglunartækjum

Kvensjúkdómalæknirinn Ragnheiður Oddný Árnadóttir hvetur alla til að mæta í götuhlaupið Lífssporið fimmtudaginn 30. maí. Ágóðinn af hlaupinu verður notaður í ný legspeglunartæki á kvennadeild Landspítalans. 

„Það er hægt að kópera allt“

Sigga Heimis segir að það verði að vekja fólk til umhugsunar um eftirlíkingar sem tröllríða heiminum. Það eru ekki bara gerðar eftirlíkingar af töskum og treflum heldur lyfjum, matvælum og leikföngum.