Tókst á við áföllin og er þakklát í dag

Þjóðargersemin með breiða brosið, Erna Hrönn Ólafsdóttir söng- og fjölmiðlakona, er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum í dag. Erna ræðir æskuna, erfiðleikana og áföllin á einlægan og opinskáan hátt. Einnig segir hún frá þeim örlögum hvernig hún komst inn í tónlistarbransann þegar hún flutti til Reykjavíkur.

Jólamavurinn í nýjar nærbuxur og áttundu jólatónleikarnir

Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson er gestur Ásthildar Hannesdóttur í Dagmálum í dag. Í þættinum fara þau um víðan völl en Geir stendur nú í stórræðum við endurútgáfu lagsins Jólamavurinn og heldur jafnframt jólatónleikana Las Vegas Christmas Show í áttunda sinn um næstkomandi helgi.

Ótal skemmtileg augnablik eftir 40 ár í bransanum

Helgi Björnsson gerir upp 40 ára tónlistarferil sinn í ár og fagnar áfanganum með að gefa út safnplötu og halda risatónleika í Eldborgarsal Hörpu í lok nóvember. Helgi gaf sína fyrstu plötu út árið 1984 með hljómsveitinni Grafík og hefur verið duglegur við að koma fram og gefa út tónlist allar götur síðan.

Sérhæfð þjálfun fyrir 40 ára og eldri

Styrktar- og næringarþjálfararnir Eggert Ólafsson og Ingimar Jónsson hjá Karbon Ísland eru gestir Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum dagsins. Þar segja þeir frá starfsemi Karbon sem sérhæfir sig í þjálfun fyrir fólk sem hefur náð 40 ára aldri og upp úr.