Dægurmál
4. júlí 2025
„Þegar ég var nýbyrjaður hjá slökkviliðinu fór ég í tvö útköll með stuttu milli þar sem annar aðilinn hafði hengt sig og hinn var með skotvopn og kláraði sig þannig,“ lýsir slökkviliðsmaðurinn Bergur Vilhjálmsson þeim þungbæru aðkomum sem kunna að fylgja starfi slökkviliðsmanna. Í næstu viku mun Bergur ganga 400 km yfir Sprengisand með 100 kg sleða í eftirdragi til styrktar Píeta-samtakanna. Með framtakinu vill Bergur leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á andlegri vanlíðan og aukinni sjálfsvígshættu fólks sem hann segir sjaldan eða aldrei hafa verið jafnmikilvægt og nú.
Embætti landlæknis bendir á að mikilvægt sé að þeir sem glíma við sjálfsvígshugsanir segi einhverjum frá líðan sinni, hvort sem er aðstandanda eða hafi samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717, eða á netspjalli 1717.is, við hjúkrunarfræðing í netspjalli á heilsuvera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-samtakanna s. 552-2218. Píeta-samtökin bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir.
Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi bendir landlæknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-samtökunum í síma 552-2218.