Þurfum að dæsa oftar

Vilhjálmur Andri Einarsson heilsuþjálfi hefur um árabil hjálpað fólki að ná tökum á heilsunni með réttri öndun. Hann hóf að aðstoða fólk fyrir nokkrum árum eftir að hafa náð að endurheimta eigin heilsu eftir andlegt og líkamlegt þrot og þráði að líða betur. Vilhjálmur Andri rekur nú sitt eigið heilsustúdió sem nefnist Andri Iceland og í þætti dagsins rekur hann sögu sína í samtali við Kristínu Sif Björgvinsdóttur.

Bataskólinn veitir bjargráð til bættrar geðheilsu

„Mig dreymir um að geðrækt verði hluti af grunnskólakerfinu,“ segir Guðný Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Bataskólanum og gestur þáttarins í dag. Þar ræðir hún meginhlutverk Bataskólans sem vinnur markvisst að því að bæta geðheilbrigði einstaklinga sem glímt hafa við geðrænar áskoranir og aðstandendur þeirra með skilvirkri fag- og jafningjafræðslu út frá batahugmyndafræði.

Kransæðin bjargaði lífi Gunnars

Gunnar Smári Jónbjörnsson sjúkraþjálfari og unnusta hans Lilja Kjartansdóttir stærðfræðikennari eru viðmælendur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum í dag. Í lok árs 2023 veikist Gunnar Smári alvarlega þegar meðfæddur hjartagalli gerði vart við sig með þeim afleiðingum að hann var sendur í bráðahjartaaðgerð og var haldið sofandi í viku. Þá tapaði Gunnar minninu og var algerlega minnislaus í mánuð eftir áfallið. Það sem sagt er hafa bjargað lífi Gunnars er að kransæðin hafi losnaði frá hjartanu, en til beggja vona hefði geta brugðið. Þau Gunnar og Lilja deila sögu sinni af veikindunum, bataferlinu og endurhæfingunni í þessum nýjasta þætti af Dagmálum.

Fann hvernig líkaminn var að deyja

Davíð Goði Þorvarðarson er 27 ára gamall kvikmyndagerðarmaður og fyrirtækjaeigandi. Fyrir ári síðan veiktist hann illa af óþekktum sjúkdómi sem varð til þess að hann þurfti að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð og beinmergsskipti í Svíþjóð. Davíð segir sögu sína í þætti dagsins og hvernig það að hafa óbilandi trú á eigin getu hafi að mörgu leyti bjargað lífi hans. Davíð ásamt föður sínum Þorvarði Goða reka fyrirtækið Skjáskot en þeir feðgar stofnuðu það árið 2019.