Umboðsmaður Íslands fer yfir fer­il­inn

Það er varla hægt að kynna Ein­ar Bárðars­son til leiks öðru­vísi en sem þúsundþjala­smið. Hann hef­ur komið víða við og svo sann­ar­lega sett svip á ís­lenska tón­list­ar­menn­ingu enda samið hvern smell­inn á fæt­ur öðrum, sett sam­an stúlkna- og stráka­bönd, verið umboðsmaður, dæmt í söngv­akeppn­um og svo lengi mætti upp telja. Ein­ar Bárðars­son fer yfir fer­il­inn í þætti dags­ins í sam­tali við Krist­ínu Sif Björg­vins­dótt­ur.

Al­gengt að kon­ur fest­ist í viðbjóðsleg­um of­beld­is­hring

Átakið Á allra vör­um stend­ur nú fyr­ir sinni tí­undu lands­söfn­un og í ár er kast­ljós­inu beint að bygg­ingu nýs Kvenna­at­hvarfs. Í þætti dags­ins ræða þær Guðný Páls­dótt­ir og Elísa­bet Sveins­dótt­ir um átakið í ár en þær hafa staðið á bak við átakið ásamt Gróu Ásgeirs­dótt­ur frá ár­inu 2008. Auk þeirra Guðnýj­ar og Elísa­bet­ar er Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, einnig til viðtals og lýs­ir hlut­verki og starf­semi at­hvarfs­ins og al­gengu birt­ing­ar­mynstri of­beld­is í nán­um sam­bönd­um.

Áföll for­eldra ber­ast í börn­in

Lilja Sif Þor­steins­dótt­ir, sál­fræðing­ur og eig­andi Heils­hug­ar, er gest­ur Ásthild­ar Hann­es­dótt­ur í Dag­mál­um í dag. Í þætt­in­um eru af­leiðing­ar áfalla og millikyn­slóðasmit til umræðu og ým­is­legt annað sem get­ur litað til­finnin­gróf ein­stak­linga grá­um lit.

„Það hef­ur hvetj­andi áhrif á mig að hvetja aðra“

Katrín Edda Þor­steins­dótt­ir, véla­verk­fræðing­ur og sam­fé­lags­miðlastjarna, er gest­ur Krist­ín­ar Sifjar Björg­vins­dótt­ur í Dag­mál­um í dag. Katrín Edda, sem er með tæp­lega 33 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram, hef­ur verið bú­sett í Þýskalandi í 13 ár og starfar hjá stór­fyr­ir­tæk­inu Bosch sam­hliða því að vera áhrifa­vald­ur. Í þætt­in­um ræðir hún um allt milli him­ins og jarðar; lífið í Þýskalandi, hvernig það er að starfa í karllæg­um heimi, áhrif­in af því að vera í óheil­brigðu ástar­sam­bandi, mik­il­vægi þess að sýna sér sjálfsmildi og hvað það er gef­andi að geta veitt öðrum inn­blást­ur og hvatn­ingu í gegn­um sam­fé­lags­miðla.