Fólk er að biðja um hjálp en veit ekki hvert það á að leita

„Þegar ég var ný­byrjaður hjá slökkviliðinu fór ég í tvö út­köll með stuttu milli þar sem ann­ar aðil­inn hafði hengt sig og hinn var með skot­vopn og kláraði sig þannig,“ lýs­ir slökkviliðsmaður­inn Berg­ur Vil­hjálms­son þeim þung­bæru aðkom­um sem kunna að fylgja starfi slökkviliðsmanna. Í næstu viku mun Berg­ur ganga 400 km yfir Sprengisand með 100 kg sleða í eft­ir­dragi til styrkt­ar Píeta-sam­tak­anna. Með fram­tak­inu vill Berg­ur leggja sitt af mörk­um við að vekja at­hygli á and­legri van­líðan og auk­inni sjálfs­vígs­hættu fólks sem hann seg­ir sjald­an eða aldrei hafa verið jafn­mik­il­vægt og nú. Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

„Mín ást á tónlist dó þarna“

Á ní­unda ára­tugn­um skaut söng­kon­unni Öldu Björk Ólafs­dótt­ur upp á stjörnu­him­inn í Bretlandi en hún lenti síðar í er­lendu fram­leiðslu­fyr­ir­tæki sem sverti mann­orð henn­ar og hafði af henni lífsviður­værið sem hún hafði í gegn­um tón­list­ina. Í þætti dags­ins fer Alda yfir fer­il sinn þá og nú.

Ekki láta frammistöðukvíðann stoppa þig

Sirrý Arn­ar­dótt­ir þarf varla að kynna fyr­ir nein­um en hún hef­ur komið víða við í gegn­um tíðina og er svo sann­ar­lega kona sem ber marga hatta; fjöl­miðlakona, rit­höf­und­ur, há­skóla­kenn­ari og sér­fræðing­ur í tján­ingu, svo eitt­hvað sé nefnt. Í þætti dag­ins fer hún um víðan völl í sam­tali við Krist­ínu Sif Björg­vins­dótt­ur og dreg­ur meðal ann­ars fram ýmis gagn­leg ráð sem hægt er að til­einka sér til að ná fram betri og ör­uggri tján­ingu í ræðu og riti.

„Ég þrífst á brasi“

Katla Hreiðars­dótt­ir, fata­hönnuður hjá Volcano Design og eig­andi versl­un­ar­inn­ar Syst­ur og mak­ar, seg­ist þríf­ast á brasi og vera í sínu nátt­úru­lega um­hverfi þegar hún hef­ur mörg járn í eld­in­um. Katla er gest­ur Krist­ín­ar Sifjar Björg­vins­dótt­ur í Dag­mál­um í dag og fara þær stöll­ur um víðan völl í spjalli sínu.