Sérhæfð þjálfun fyrir 40 ára og eldri

Styrktar- og næringarþjálfararnir Eggert Ólafsson og Ingimar Jónsson hjá Karbon Ísland eru gestir Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum dagsins. Þar segja þeir frá starfsemi Karbon sem sérhæfir sig í þjálfun fyrir fólk sem hefur náð 40 ára aldri og upp úr.

Hefur farið í gegnum nokkra botna í lífinu

Kristján Halldór Jensson er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum í dag. Í þættinum segir hann frá ótrúlegu lífshlaupi sínu frá því hann bjó á götunni sem barn, ánetjaðist fíkniefnum, beitti ofbeldi og afplánaði fangelsisdóm, til þess hvernig hann náði að snúa lífinu sínu við fyrir tæplega fimm árum.

Langar að hjálpa konum um allan heim að sofa betur

Dr. Erla Björnsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og hönnuður forritsins SheSleep, er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum dagsins. 

Missti hárið, augnhárin og augabrúnirnar

Ár hvert er septembermánuður alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar um sjálfsofnæmissjúkdóminn Alopecia. Sjúkdómurinn er fremur óútreiknanlegur og er orsök hans að stórum hluta enn óþekkt en veldur því að ónæmiskerfið ræðst á hársekki og lamar þá annað hvort tímabundið eða varanlega sem leiðir til mikils hártaps. Þau Elísabet Reykdal, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans og Hilmar Pálsson, deildarlæknir ræða um sjúkdóminn og framtíðarhorfur nýrrar lyfjaþróunar ásamt Höllu Árnadóttur, forstöðumanni mannauðs- og launalausna hjá Origo, sem þekkir Alopecia-sjúkdóminn vel af eigin raun.