Áföll foreldra berast í börnin

Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og eigandi Heilshugar, er gestur Ásthildar Hannesdóttur í Dagmálum í dag. Í þættinum eru afleiðingar áfalla og millikynslóðasmit til umræðu og ýmislegt annað sem getur litað tilfinningróf einstaklinga gráum lit.

„Það hefur hvetjandi áhrif á mig að hvetja aðra“

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, vélaverkfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum í dag. Katrín Edda, sem er með tæplega 33 þúsund fylgjendur á Instagram, hefur verið búsett í Þýskalandi í 13 ár og starfar hjá stórfyrirtækinu Bosch samhliða því að vera áhrifavaldur. Í þættinum ræðir hún um allt milli himins og jarðar; lífið í Þýskalandi, hvernig það er að starfa í karllægum heimi, áhrifin af því að vera í óheilbrigðu ástarsambandi, mikilvægi þess að sýna sér sjálfsmildi og hvað það er gefandi að geta veitt öðrum innblástur og hvatningu í gegnum samfélagsmiðla.

Minning Jökuls Frosta lifir á Græna deginum

Árið 2021 varð Daníel Sæberg Hrólfsson fyrir þeirri sáru lífsreynslu að missa fjögurra ára gamlan son sinn, Jökul Frosta, af slysförum. Daníel var staðráðinn í að nýta þann sára harm sem fylgdi sonarmissinum í að láta gott af sér leiða. Nú efnir hann í þriðja sinn til styrktarviðburðarins Græna dagsins til minningar um Jökul Frosta, litla fallega drenginn með grænu augun, sem hefði fagnað átta ára afmæli næstkomandi sunnudag hefði hann fengið að lifa. Í Dagmálum dagsins ræðir Daníel opinskátt um fráfall sonar síns og dagskrá Græna dagsins sem fram fer á afmælisdegi Jökuls Frosta sunnudaginn 2. mars.

Íslensk geðrækt í boði fyrir Evrópu

HappApp er íslenskt forrit sem miðar að geðrækt og hamingjuríkara lífi. Hugmyndina fékk Helga Arnardóttir eftir nám í jákvæðri sálfræði. Appið hefur nú fengið stærra svið í samstarfi við Landlæknisembættið og aðþjóðlega verkefnið Mentor sem snýst um að sameina krafta sérfræðinga frá ýmsum Evrópulöndum til að efla andlega heilsu Evrópubúa. Sjö Evrópulönd munu fá aðgang að appinu á næstunni. Það eru Úkraína, Spánn, Ítalía, Rúmenía, Noregur, Ungverjaland og Kýpur. Appið er þegar aðgengilegt á íslensku og ensku en vinna stendur yfir við að þýða viðmótið yfir á þau tungumál sem löndin hér að ofan nota. Helga Arnardóttir er gestur Dagmála í dag og ræðir um smáforritið, hugmyndina á bak við það og mögulega notkun. Appið sem byrjaði sem lítil krúttleg hugmynd er nú á góðri leið með að ná til tugmilljóna í Evrópu. Þegar eru komnir á annað þúsund notendur hér á Íslandi. Konur nýta sér frekar appið en karlar á þessum fyrstu stigum. Verkefnið er fjármagnað til þriggja ára í gegnum Evrópusamstarfið, en allir geta sótt það og nýtt, sér að kostnaðarlausu. Smáforritið eða appið verður síðar notað til að meta árangur af notkun appsins vilja notendur gefa endurgjöf sem að sjálfsögðu verður nafnlaus.