„Ég þrífst á brasi“

Katla Hreiðars­dótt­ir, fata­hönnuður hjá Volcano Design og eig­andi versl­un­ar­inn­ar Syst­ur og mak­ar, seg­ist þríf­ast á brasi og vera í sínu nátt­úru­lega um­hverfi þegar hún hef­ur mörg járn í eld­in­um. Katla er gest­ur Krist­ín­ar Sifjar Björg­vins­dótt­ur í Dag­mál­um í dag og fara þær stöll­ur um víðan völl í spjalli sínu.

Smart­land í 14 ár

Lífstílsvef­ur­inn Smart­land fagn­ar 14 ára af­mæli um þess­ar mund­ir en vef­ur­inn fór fyrst í loftið hinn 5. maí 2011. Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir, frétta­stjóri dæg­ur­mála á Morg­un­blaðinu og forsprakki Smart­lands­ins, seg­ir frá upp­hafi vefs­ins, viðbrögðum, viðtök­um og framtíðar­sýn hans í Dag­mál­um dags­ins.

Aft­ur á vit æv­in­týra eft­ir 18 ár

Seint í sept­em­ber haustið 2007 breytt­ist líf hans var­an­lega. Jón Gunn­ar Benja­míns­son var í gæsa­veiðiferð fyr­ir aust­an. Þeir fé­lag­arn­ir óku Hell­is­heiði eystri í af­taka­veðri á leið til Eg­ilsstaða. Jón Gunn­ar var í aft­ur­sæt­inu og þar voru ekki bíl­belti. Bíll­inn fór út af og valt. Hann hlaut lífs­hættu­lega áverka. Ósæðin rifnaði og tveir hryggj­arliðir möl­brotnuðu. Það tókst að bjarga lífi hans en hann hef­ur not­ast við hjóla­stól frá slys­inu. Eina skiptið sem Jón Gunn­ar grét var nótt­in eft­ir að hon­um var til­kynnt að hann myndi aldrei ganga aft­ur. Þá syrgði hann lífið sem hann þekkti og elskaði. Veiðiskap­ur er hon­um í blóð bor­inn og þar var mesti ótt­inn og stærsta sorg­in. Bróðir Jóns Gunn­ars hafði lam­ast nokkr­um árum áður, einnig eft­ir slys. Það er Berg­ur Þorri Benja­míns­son, öt­ull bar­áttumaður fyr­ir rétt­ind­um fatlaðra svo eitt­hvað sé nefnt. Jón Gunn­ar tók löm­un­ina á kass­ann. Hann hóf rekst­ur á eig­in ferðaþjón­ustu sem tók mið af þörf­um fatlaðra. Nú er hann að kynna nýtt verk­efni sem mun breyta lífi fólks sem glím­ir við fötl­um af ýms­um toga. Hann er að flytja inn raf­magns­drifið tor­færu­hjól sem opn­ar nýj­ar vídd­ir fyr­ir fólks í hans stöðu. Græj­an er hönnuð af norsk­um verk­fræðingi sem á lamaða konu. Jón Gunn­ar stefn­ir að því í vor og sum­ar að heim­sækja veiðistaði sem hann var bú­inn að af­skrifa og kveðja. Í þætti dags­ins seg­ir hann sína sögu og ræðir nýja töfra­tækið sem fær­ir hon­um og lík­ast til mörg­um öðrum meiri lífs­gæði.

Fann gít­ar móður sinn­ar og þá var ekki aft­ur snúið

Í þætti dags­ins seg­ir Hreim­ur Örn Heim­is­son, söngv­ari og skemmtikraft­ur, á ein­læg­an máta frá æsk­unni og tón­listar­ævin­týr­inu. Þá ræðir hann einnig um sorg­ir og sigra lífs­ins og með hvaða hætti vinátt­an sem mynd­ast hef­ur út frá tón­list­inni hef­ur gert vini úr brans­an­um að eig­in­legri fjöl­skyldu, hvernig sum vin­sæl­ustu lög ís­lands urðu til og margt fleira spenn­andi.