Fornleifar í Firði vekja heimsathygli

Fornleifauppgröftur í Seyðisfirði og þeir munir sem hafa fundist þar, hafa vakið heimsathygli. Ragnheiður Traustadóttir hefur stýrt uppgreftrinum og rannsóknum á staðnum í fimm ár. Leiða má líkum að því að hópurinn hafi fundið kuml landnámsmannsins Bjólfs sem bjó að bænum Firði. Fjögur vel varðveitt kuml hafa fundist og þar vekur sérstaka athygli kvennkuml sem var einstaklega vel varðveitt og hafði að geyma einstæða muni sem gefa góða mynd af klæðnaði kvenna á víkingaöld. Þá hafa fundist munir í Firði sem ekki eiga sína líka í sambærilegum rannsóknum. Yfir fjögur þúsund munir hafa verið skráðir og ein kenning sem nú er unnið með er að í Firði hafi verið stunduð textílgerð til útflutnings í kringum árið þúsund. Ragnheiður segir frá bráðabirgða niðurstöðum og upplýsir um gripi sem ekki hefur sagt frá áður.

Spila sem hljóðskrá:

Til baka á forsíðu Dagmáls »