„Það hefur hvetjandi áhrif á mig að hvetja aðra“

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, vélaverkfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum í dag. Katrín Edda, sem er með tæplega 33 þúsund fylgjendur á Instagram, hefur verið búsett í Þýskalandi í 13 ár og starfar hjá stórfyrirtækinu Bosch samhliða því að vera áhrifavaldur. Í þættinum ræðir hún um allt milli himins og jarðar; lífið í Þýskalandi, hvernig það er að starfa í karllægum heimi, áhrifin af því að vera í óheilbrigðu ástarsambandi, mikilvægi þess að sýna sér sjálfsmildi og hvað það er gefandi að geta veitt öðrum innblástur og hvatningu í gegnum samfélagsmiðla.

Spila sem hljóðskrá:

Til baka á forsíðu Dagmáls »