Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fólk er að biðja um hjálp en veit ekki hvert það á að leita

    „Þegar ég var ný­byrjaður hjá slökkviliðinu fór ég í tvö út­köll með stuttu milli þar sem ann­ar aðil­inn hafði hengt sig og hinn var með skot­vopn og kláraði sig þannig,“ lýs­ir slökkviliðsmaður­inn Berg­ur Vil­hjálms­son þeim þung­bæru aðkom­um sem kunna að fylgja starfi slökkviliðsmanna. Í næstu viku mun Berg­ur ganga 400 km yfir Sprengisand með 100 kg sleða í eft­ir­dragi til styrkt­ar Píeta-sam­tak­anna. Með fram­tak­inu vill Berg­ur leggja sitt af mörk­um við að vekja at­hygli á and­legri van­líðan og auk­inni sjálfs­vígs­hættu fólks sem hann seg­ir sjald­an eða aldrei hafa verið jafn­mik­il­vægt og nú. Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

    Spila sem hljóðskrá:

    0% buffered00:00Current time00:00

    Til baka á forsíðu Dagmáls »