Verðlag að rek­ast í sárs­aukaþak

Verðlag hér á landi er að kom­ast upp í sárs­aukaþak þegar miðað er við verðlag í öðrum lönd­um sem eru að keppa við Ísland um að laða til sín ferðamenn. Þetta seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar í Dag­mál­um. Fyr­ir því eru ýms­ar ástæður sem hann rek­ur í spjalli við Viðar Guðjóns­son blaðamann ásamt því að svara ýms­um öðrum spurn­ing­um sem varða grein­ina.

,,Hvetj­um syrgj­end­ur að fara inn í jól­in út frá líðan"

Ína Lóa Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sorg­armiðstöðvar­inn­ar, er gest­ur Berg­lind­ar Guðmunds­dótt­ir í Dag­mál­um dags­ins. Ína Lóa hef­ur borið hags­muni syrgj­enda fyr­ir brjósti í mörg ár en hún þekk­ir sorg­ina af eig­in raun. Árið 2002 varð Ína fyr­ir því að missa barn á meðgöngu og tíu árum síðar missti hún maka sinn til 18 ára úr heila­æxli. Í þætt­in­um ræðir hún um reynslu sína af djúp­stæðri sorg sem hef­ur litað allt henn­ar líf, hvernig jóla­hátíð ljóss og friðar get­ur komið við syrgj­end­ur og síðast en ekki síst, með hvaða hætti aðstand­end­ur geta létt und­ir með þeim sem eiga um sárt að binda um jól­in.

Bið eft­ir ADHD-grein­ingu dauðans al­vara

Vil­hjálm­ur Hjálm­ars­son og Hrann­ar Björn Arn­ars­son, formaður og fram­kvæmda­stjóri ADHD-sam­tak­anna, telja tíðni á ADHD-grein­ing­um og lyfjameðferð munu koma til með að hækka á kom­andi árum. Slíkt sé góðs viti, þar sem rann­sókn­ir bendi til þess að á meðan beðið sé eft­ir grein­ingu ýt­ist ein­stak­ling­ar, sér í lagi börn lengra út á jaðar­inn.

Bólgu­sjúk­dóm­ar vegna syk­uráts far­ald­ur ald­ar­inn­ar

Inga Kristjáns­dótt­ir, nær­ing­arþerap­isti, hef­ur yfir tveggja ára­tuga­langa reynslu af nær­ingu og heil­brigðum lífs­stíl. Inga er gest­ur Berg­lind­ar Guðmunds­dótt­ur í Dag­mál­um en þar ræða þær ýms­ar heilsu­bæt­andi aðferðir sem ein­kenn­ast oft­ar en ekki að breyttu hug­ar­fari. Inga hef­ur aðstoðað marga við að koma mat­ar­venj­um í góðan far­veg en brýn­ast sé að koma blóðsykr­in­um í jafn­vægi. Það sé lyk­ill­inn að bættri heilsu, bæði lík­am­legri og and­legri.