Var til­bú­inn að hætta í hand­bolta

Hand­boltamaður­inn fyrr­ver­andi Aron Pálm­ars­son lagði skóna á hill­una á dög­un­um eft­ir afar far­sæl­an fer­il þar sem hann varð þrett­án sinn­um lands­meist­ari í Þýskalandi, Ung­verjalandi, á Spáni og á Íslandi. Þá lék hann 184 A-lands­leiki og skoraði í þeim 694 mörk en hann hef­ur verið landsliðsfyr­irliði frá ár­inu 2020 og vann til bronsverðlauna á EM 2010 í Aust­ur­ríki. Aron ræddi við Bjarna Helga­son um hand­bolta- og landsliðsfer­il­inn og lífið eft­ir hand­bolt­ann.

Erfiðara að verja bik­ar en vinna hann

Besta deild kvenna í knatt­spyrnu hefst í dag, 15. apríl, þegar Íslands­meist­ar­ar Breiðabliks taka á móti Stjörn­unni og Þrótt­ur fær nýliða Fram í heim­sókn. Bára Krist­björg Rún­ars­dótt­ir, Helena Ólafs­dótt­ir og Þóra Helga­dótt­ir fóru yfir spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins og veltu fyr­ir sér mögu­leik­um liðanna tíu sem leika í Bestu deild­inni í ár.

Spá tveggja liða bar­áttu um titil­inn

Besta deild karla í knatt­spyrnu hefst á laug­ar­dag­inn kem­ur, 5. apríl, þegar Íslands­meist­ar­ar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aft­ur­eld­ing­ar á Kópa­vogs­velli. Jó­hann Ingi Hafþórs­son, íþrótta­blaðamaður á Morg­un­blaðinu, Viðar Guðjóns­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu, og Víðir Sig­urðsson, frétta­stjóri íþrótta hjá Morg­un­blaðinu, fóru yfir spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins og veltu fyr­ir sér mögu­leik­um liðanna tólf sem leika í Bestu deild­inni í ár.

Stefn­ir á heims­met í framtíðinni

Kraft­lyft­inga­kon­an Lucie Stef­ani­ková setti Evr­ópu­met í hné­beygju á Evr­ópu­mót­inu í Málaga á Spáni á dög­un­um en hún hafnaði í þriðja sæti á mót­inu. Lucie, sem er 29 ára göm­ul og flutti til Íslands fyr­ir tíu árum síðan, ræddi við Bjarna Helga­son um lífið á Íslandi, fjöl­skylu­lífið og framtíðina í íþrótt­inni.