Það sem sannara reynist

Í síðustu viku kom út bók eftir Svavar Gestsson heitinn sem nefnist Það sem sannara reynist. Svavar lauk við bókarskrifin skömmu fyrir andlát sitt en Guðrún Ágústsdóttir, eftirlifandi eiginkona Svavars, sá um útgáfuna í samvinnu við Svandísi, dóttur hans. Í Dagmálum í dag ræðir Guðrún um tilurð bókarinnar og efnistök hennar.

Ljúf og elskuleg bók

Elísabet Jökulsdóttir skrifaði um föður sinn í Aprílsólarkulda, móður sína í Saknaðarilmi og nú um sjálfa sig í Límonaði frá Díafani. Fyrri bækurnar tvær voru dramatískar, svo hana langaði til að gefa út ljúfa og elskulega bók

Hann átti að heita Bjólfur

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Jón Ársæll Þórðarson er gestur Dagmála á síðasta degi vinnuvikunnar og ræðir þar bók sem hann hefur skrifað og hefur að geyma sögur úr æsku hans.

Saga vörðuð gleðistundum og áföllum

Til taks er titill nýrrar bókar sem rekur þyrlusögu Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjörutíu árin, eða fram til ársins 2006. Höfundar eru tveir af reyndustu þyrluflugmönnum landsins, þeir Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson, ásamt Júlíusi Ó. Einarssyni, fyrrverandi lögreglumanni og þjóðfræðingi. Í þætti dagsins fara höfundar yfir söguna sem er saga vörðuð gleðistundum og þungum áföllum. Í dag eru björgunarþyrlur sjálfsagður þáttur í því öryggisneti sem Íslendingar og gestir landsins geta reitt sig á. Því var ekki alltaf þannig háttað og sagan af þyrlusveitinni er saga um baráttu, þrautseigju og fórnir.