Aðeins fyrir áskrifendur!

Dagmálsþættir eru aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins. Þú ert innskráð(ur) sem Árvakur hf (kt. 4301691069) og ert ekki með virka áskrift. Þess vegna geturðu ekki spilað þáttinn hér að neðan.

Kauptu þér vikupassa eða langtímaáskrift og fáðu aðgang að öllu Morgunblaðsefni, þar á meðal Dagmálum.

Uppruni OK og misskilningur um einhyrninga

Það er víða komið við í þætti dagsins. Sigurður Ægisson, prestur á Siglufirði hefur sent frá sér bókina Ókey. Þar setur hann fram og kannar yfir fimmtíu kenningar um upphaf og sögu þekktasta orðatiltækis í heimi. O.K., ok, eða Ókey. Sigurður ræðir einnig önnur hugðarefni sem hann er að vinna að. Þar má nefna viðtöl við hundrað einstaklinga sem bjuggu og lifðu á Hornströndum og í Jökulfjörðum fyrrihluta síðustu aldar. Þessi viðtöl tók hann þegar hann var prestur í Bolungarvík. Hann ræðir einhyrninginn sem er útbreiddasta þjóðtrúardýr heims. Þar fer Sigurður langt aftur í skýringum sínum og leitar uppi svör. Var einhyrningurinn hinn útdauði Úruxi? Eða eitthvað allt annað? Einhyrningurinn rataði inn í biblíuna á sínum tíma og má sjá þess stað í Guðbrandsbiblíu og víðar. Sigurður ræðir trúarlíf Siglfirðinga og reynslu sína af óútskýrðum atburðum. Þá berst einnig í tal hræðsla skólastjórnenda við að hleypa börnum í kirkjur á aðventunni, sem breiddist út frá Reykjavík fyrir nokkrum árum. Sigurður titlar sig nörd og hann nýtur sín í þætti dagsins.

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir aðeins 2.629 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.

Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Umræðan - Minningargreinar - Viðtöl - Viðskipti - Daglegt líf - Aðsendar greinar - og umfram allt: fagleg fréttamennska