Náttúruvár sem við leiðum ekki hugann að

Íslendingar mega búast við tugum eldgosa til viðbótar á þessari öld. Þó eru á landinu aðrar náttúruvár sem við leiðum oft ekki hugann að. Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og fyrrverandi þingmaður, hefur nú ritað bók um alla helstu náttúruvá á Íslandi. Hann ræðir við Hólmfríði Maríu í Dagmálum í dag.

Vantraust og þinglok

Í dag er vantraust á matvælaráðherra á dagskrá þingsins, sem flýtir ekki fyrir afgreiðslu annarra mála og þinglokum. Þingmennirnir Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir í Viðreisn og Berglind Ósk Guðmundsdóttir í Sjálfstæðisflokki ræða hið helsta.

Þvargað undir þinglok

Þinglausnir eru á næsta leiti og jagast og samið í stjórnarliðinu um það hvaða mál nái fram að ganga og hver ekki. Stjórnarandstöðuþingmennirnir María Rut Kristinsdóttir og Bergþór Ólason lýsa sinni sýn á ástandið.

Eftirhreytur forsetakjörs

Rykið er að setjast eftir forsetakjör, en hverju mun það breyta fyrir embættið og aðra? Staða annarra frambjóðenda er breytt og eftirskjálftar í pólitíkinni. Þetta ræða fjölmiðlafólkið Ólöf Skaftadóttir og Þórarinn Hjartarson.