Kvóta­kerfið var silf­urkúla sjáv­ar­út­vegs­ins

Þegar kvóta­kerfið var inn­leitt á Íslandi snemma á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar var það eins kon­ar „sil­ver bull­et“ fyr­ir grein­ina sem var afar illa stödd og gríðarlega skuld­sett. Stefán Þór­ar­ins­son var einn af þeim sem sáu um að koma kerf­inu í fram­kvæmd á sín­um tíma. Þegar hann tal­ar um silf­ur­kúlu er það þekkt orðatil­tæki sem á að vísa í loka­tilraun til að leysa stórt vanda­mál með ein­föld­um hætti. Nýja fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu var komið til fram­kvæmda á þrem­ur mánuðum eft­ir að póli­tísk ákvörðun lá fyr­ir og við fyrstu út­hlut­un máttu fyr­ir­tæk­in sætta sig við ríf­lega 40% skerðingu heild­arafla í þorski. Flest­ir eru bún­ir að gleyma hvert ástandið var í sjáv­ar­út­vegi og sjáv­ar­pláss­um um allt land. Stefán ræðir til­urð kerf­is­ins, all­ar smugurn­ar sem stjórn­mála­menn bjuggu til og leiddi til mik­ill­ar sóun­ar. Byggðakvóti var upp­haf­lega ákveðinn til fimm ára með tveggja ára fram­leng­ingu. Sam­tals áttu byggðir í vanda að skipta með sér 1.500 þorskí­gildist­onn­um. Byggðakvót­inn er enn við lýði og nálg­ast nú „fé­lags­málapakk­inn“ í sjáv­ar­út­vegi þrjá­tíu þúsund tonn. Stefán seg­ir strand­veiðar sóun á fjár­mun­um og auðlind­inni. Þannig er það hans mat að á 34 árum hafi um 1.200 bát­ar verið seld­ir út úr því sem hann kall­ar smugur, þar sem litl­ir bát­ar hafa komið inn í op­inn hluta kerf­is­ins sem hef­ur svo verið breytt. Þessi fjöldi báta jafn­gild­ir því að all­an tím­ann hafi bát­ur með áunn­in sérrétt­indi verið seld­ur á tíu daga fresti. Til eru ófá dæmi um að bát­ar hafi verið seld­ir mörg­um sinn­um og komi svo aft­ur inn í kerfið. Hann seg­ir að sama skapi að sjáv­ar­út­veg­ur­inn geti lagt meira til sam­fé­lags­ins en það þurfi að ger­ast í sam­ráði við grein­ina og ekki bara með snill­inga­nefnd­um sem vinni fyr­ir stjórn­völd. Stefán tel­ur réttu leiðina vera að fjár­mun­ir frá grein­inni renni í sér­stak­an sjóð, þar sem greiðslurn­ar séu sýni­leg­ar og nýt­ist til stórra verk­efna sem gagn­ist landi og þjóð. Þessi þátt­ur Dag­mála er skyldu­áhorf fyr­ir þá sem hafa áhuga á sjáv­ar­út­vegi og ekki síður þá sem eru í stjórn­mál­um.

Stjórn­mál á hverf­anda hveli

Þó stjórn­mál­in hafi verið fjör­ug hef­ur nýrri rík­is­stjórn orðið mátu­lega úr verki. Andrés Magnús­son ræðir það, næstu fram­vindu. breytta heims­mynd og fleira við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Miðflokks­ins.

Fátt um svör frá rík­is­stjórn­inni vegna lok­un­ar Janus­ar end­ur­hæf­ing­ar

Ingi­björg Isak­sen þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins er gest­ur Dag­mála í dag en hún ræðir meðal ann­ars fyr­ir­hugaða lok­un Janus­ar end­ur­hæf­ing­ar og seg­ir fátt um svör frá rík­is­stjórn­inni um af­drif skjól­stæðinga.

Póli­tík og páskafrí

Lands­mál­in eru að tapa snún­ingi fyr­ir páskafrí, en fyr­ir vikið tefjast ýmis stjórn­ar­mál. Stefán Páls­son sagn­fræðing­ur og Gísli Freyr Val­dórs­son Þjóðmála­stjóri ræða það, stjórn­ar­sam­starfið til þessa og fram á veg­inn.