Mark­miðið er að halda þeim á lífi

Maður­inn sem leit­ar að börn­un­um okk­ar og ung­menn­um, þegar í óefni er komið er Gummi lögga, eins og hann kall­ar sig eða Guðmund­ur Fylk­is­son. Hann hef­ur í tíu ár leitað uppi 490 ung­menni. Mark­miðið með starf­inu er að halda þess­um ung­menn­um á lífi fram yfir átján ára ald­ur­inn. Það er sá ald­ur þegar þau hverfa úr hans um­sjón, ef þannig má taka til orða. Gummi er gest­ur Dag­mála í dag og ræðir starfið og sín kynni af kerf­inu sem vinn­ur með þessa ungu ein­stak­linga. Hann tel­ur ekki rétt að vera með Stuðla sem nán­ast eina úrræðið fyr­ir þessi ung­menni því að þar bland­ast sam­an krakk­ar sem eru í neyslu og börn sem glíma við hegðun­ar­vanda. Hann gagn­rýn­ir lok­un Há­holts í Skagaf­irði sem var lang­tíma­úr­ræði og vill meina að við séum að súpa seyðið af því núna. Einkaaðilar hafa tekið við hluta af þess­um hópi ung­menna en þar eru orðnir biðlist­ar og ekki hefst und­an. Þá seg­ir hann að huga þurfi bet­ur að aðstand­end­um og oft á tíðum þeim stóra hópi sem stend­ur að hverju barni sem lend­ir á villi­göt­um. Hann hef­ur orðið vitni að hjóna­skilnuðum, sjálfs­vígs­hugs­un­um og heilsu­leysi hjá fólki sem er að bug­ast und­an því gríðarlega álagi sem get­ur fylgt því mikla verk­efni að ala upp barn með fjölþætt­an vanda og á sama tíma fíkni­sjúk­dóm.

All­ir veiðiþjóf­arn­ir fóru í eft­ir­litið

Gest­ur Dag­mála er hrein­dýra­leiðsögumaður­inn Sig­urður Aðal­steins­son frá Vaðbrekku. Siggi hef­ur veitt hrein­dýr í hálfa öld og síðari hluta þess langa fer­ils aðstoðað veiðimenn. Áður en til þess kom var hann stór­tæk­ur veiðiþjóf­ur ásamt bræðrum sín­um og telst hon­um til að þeir hafi fellt um fimm hundruð dýr í leyf­is­leysi. Hann er orðinn 67 ára og tel­ur sig eiga eft­ir hátt í tvo ára­tugi í leiðsögn­inni. Siggi er ei­lífðar sjálf­stæðismaður og hef­ur aldrei kosið annað og mun halda því áfram þar til hann drepst. Siggi fer aldrei út úr húsi öðru­vísi en að vera með hníf í belt­isstað og gild­ir einu þó að hann heim­sæki höfuðborg­ina. Hníf­inn skil­ur hann ekki við sig og mætti að sjálf­sögðu með hann í stúd­íó Dag­mála.

„Pirr­ar mig þessi væll í þjóðinni“

Einn þekkt­asti geðlækn­ir þjóðar­inn­ar vinn­ur mikið með fólki sem glím­ir við ótta og kvíða vegna þess að ell­in sæk­ir að og dauðinn verður raun­veru­legri og fær­ist nær. Óttar Guðmunds­son seg­ir mik­il­vægt að lifa í nú­inu og nýta dag­inn. „Núna er ég hætt­ur í megr­un,“ seg­ir geðlækn­ir­inn og tek­ur það til marks um að lifa líf­inu í dag. Hann seg­ist hafa verið í megr­un­um af og til ára­tug­um sam­an. Nú er hann hætt­ur slíku. Hann læt­ur eft­ir sér að fá sér ís á kvöld­in þegar syk­ur­fallið vek­ur hjá hon­um óstöðvandi löng­un. Óttar hef­ur verið viðloðandi fjöl­miðla ára­tug­um sam­an og hef­ur krufið þjóðarsál­ina og heil­brigði henn­ar. „Þetta væl í þjóðinni er mjög skrítið,“ seg­ir hann nú þegar við höf­um það betra en nokkru sinni fyrr. Hann seg­ir þetta pirra sig. Óttar fer um víðan völl í þætti dags­ins og ræðir þar marg­vís­legu grein­ing­ar sem nú tíðkast. Kuln­un, ADHD og margt fleira. Ný bók Ótt­ars um skáldið Sig­urð Breiðfjörð ber á góma en bók­in ber titil­inn Kallaður var hann kvennamaður. Hress­andi þátt­ur um viðkvæm mál og al­menn.

Tjónið og sorg­in er gríðarlegt

Norsk yf­ir­völd lokuðu nán­ast fyr­ir­vara­laust fjöl­mörg­um af bestu laxveiðiám lands­ins í vor. Þetta kom eins og reiðarslag fyr­ir þúsund­ir veiðimanna víða að úr heim­in­um. Fjölda­gjaldþrot blasa við mörg­um rekstr­araðilum og tjónið er margþætt og mikið. Árni Bald­urs­son var stadd­ur í Nor­egi þegar hörm­ung­arn­ar dundu yfir. Sjálf­ur var hann að glíma við öm­ur­lega stöðu þegar hann fót­brot­inn skakklappaðist og þráaðist við í von um að geta veitt bestu ár Nor­egs. Á end­an­um var hann neydd­ur í rönt­gen­mynda­töku sem leiddi í ljós að vinstri ök­l­inn var möl­brot­inn. Árni Bald­urs­son ræðir þess­ar tvíþættu hörm­ung­ar sem hann gekk í gegn­um í Nor­egi, í þætti dags­ins. Klukku­stund með Árna Bald­urs­syni er góð byrj­un á vinnu­vik­unni.