Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Mark­miðið er að halda þeim á lífi

    Maður­inn sem leit­ar að börn­un­um okk­ar og ung­menn­um, þegar í óefni er komið er Gummi lögga, eins og hann kall­ar sig eða Guðmund­ur Fylk­is­son. Hann hef­ur í tíu ár leitað uppi 490 ung­menni. Mark­miðið með starf­inu er að halda þess­um ung­menn­um á lífi fram yfir átján ára ald­ur­inn. Það er sá ald­ur þegar þau hverfa úr hans um­sjón, ef þannig má taka til orða. Gummi er gest­ur Dag­mála í dag og ræðir starfið og sín kynni af kerf­inu sem vinn­ur með þessa ungu ein­stak­linga. Hann tel­ur ekki rétt að vera með Stuðla sem nán­ast eina úrræðið fyr­ir þessi ung­menni því að þar bland­ast sam­an krakk­ar sem eru í neyslu og börn sem glíma við hegðun­ar­vanda. Hann gagn­rýn­ir lok­un Há­holts í Skagaf­irði sem var lang­tíma­úr­ræði og vill meina að við séum að súpa seyðið af því núna. Einkaaðilar hafa tekið við hluta af þess­um hópi ung­menna en þar eru orðnir biðlist­ar og ekki hefst und­an. Þá seg­ir hann að huga þurfi bet­ur að aðstand­end­um og oft á tíðum þeim stóra hópi sem stend­ur að hverju barni sem lend­ir á villi­göt­um. Hann hef­ur orðið vitni að hjóna­skilnuðum, sjálfs­vígs­hugs­un­um og heilsu­leysi hjá fólki sem er að bug­ast und­an því gríðarlega álagi sem get­ur fylgt því mikla verk­efni að ala upp barn með fjölþætt­an vanda og á sama tíma fíkni­sjúk­dóm.

    Spila sem hljóðskrá:

    0% buffered00:00Current time00:00

    Til baka á forsíðu Dagmáls »