Sameiningar á fjármálamarkaði nauðsynlegar

Sigurður Viðarsson framkvæmdastjóri Hili á Íslandi, fyrrum forstjóri TM og aðstoðarforstjóri Kviku, segir sameiningar fyrirtækja á fjármálamarkaði vera nauðsynlegar. Sigurður er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna.

Boltinn sé hjá stjórnvöldum

Viðskiptaráð Íslands lagði nýverið fram 60 hagræðingartillögur sem samanlagt skila 122 milljarða króna árlegri hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Í viðskiptahluta Dagmála er rætt við Gunnar Úlfarsson hagfræðing Viðskiptaráðs.

Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun

​Mikilvægt er að það eigi sér stað skoðanaskipti á íslenska hlutabréfamarkaðinum til að verðmyndunin verði betri. Þetta segir Finnbogi Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland, í viðskiptahluta Dagmála.

Seðlabankinn taki allt með í reikninginn

Seðlabankinn kemur til með að taka allt með í reikninginn við næstu vaxtaákvörðun, þar á meðal horfur er varða ríkisfjármálin. Þetta segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum í viðskiptahluta Dagmála en hún var þar gestur ásamt Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðing Íslandsbanka. aðalhagfræðingi Íslandsbanka.