Evrópumetið

Evrópumetið

Kaupa Í körfu

Reykjavíkurleikar Evrópumetið flaug upp „Mér fannst þetta met alltaf vera svona innan seilingar og það flaug upp,“ sagði Júlían J.K. Jóhannsson við Morgunblaðið eftir að hafa sett nýtt Evrópumet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 365 kg í keppni í kraftlyftingum á WOW International games, Reykjavíkurleikunum, í Laugardalshöll í gær. Um stigakeppni var að ræða þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Júlían hafnaði þar í öðru sæti á eftir finnskum keppanda, en vegna meiðsla í öxl gat hann ekki beitt sér sem skyldi í bekkpressu. Engu að síður flugu þar upp 180 kg, og í hné- beygju tók hann 315 kg og bætti um leið Íslandsmetið. Samanlagt lyfti hann því 860 kg

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar