Snjóflóð Banaslys í Esjuhlíðum

Snjóflóð Banaslys í Esjuhlíðum

Kaupa Í körfu

Snjóflóð fellur í Esju og 3 menn verða fyrir því. Einn lét lífið en 2 slösuðust Banaslys í Esjuhlíðum Karlmaður lét lífið í snjóflóði sem féll í Esjunni síðdegis á laugardag og voru tveir aðrir sem komust af sjálfsdáðum úr flóðinu fluttir á sjúkrahús. Maðurinn sem lést fannst á áttunda tímanum síðar um daginn. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu og Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan fimm á laugardag vegna snjóflóðsins. Það féll í um 600 metra hæð, hægra megin við gönguleiðina á fjallið. Aðgerð- irnar voru mjög umfangsmiklar; um hundrað manns tóku þátt í þeim og fór þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvang og flutti mennina tvo sem komust lífs af á sjúkrahús. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í samtali við mbl.is í gær að löngu væri tímabært að gefa út snjóflóðaspár á Esju og öðrum vinsælum útivistarsvæðum. Auður Kjartansdóttir, sérfræðingur á snjó- flóðavakt Veðurstofu Íslands, segir að í samráði við Landsbjörg og almannavarnayfirvöld þurfi að skoða hvort framkvæma eigi reglulegar snjóathuganir á svæðinu. Þá þurfi meira fjármagn til

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar