Habinger Guðjón Ketilsson og Jóhanna Kristbjörg í Harbinger

Habinger Guðjón Ketilsson og Jóhanna Kristbjörg í Harbinger

Kaupa Í körfu

Myndlistamennirnir Guðjón Ketilsson og Jóhann Kristbjörg Sigurðardóttir sýna í Habinger á Freyjugötu 1 Bert á milli kalla myndlistarmennirnir Guðjón Ketilsson og Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir sýninguna sem þau opna í sýningarrýminu Harbinger að Freyjugötu 1 í kvöld, föstudag, klukkan 20. Þetta er sú fyrsta í fjögurra sýninga röð sem nefnist „Eitt sett“. Í tilkynningu segir að á sýningunni mætist „ungtréð“ Jóhanna Kristbjörg og „eikartréð“ Guðjón og vefji saman greinum svo úr verður „bragðgóð heild sem minnir á súkkulaðistykkið gamalgróna Eitt sett. Það er einmitt hugmynd sýningarað- arinnar að stefna saman tveimur myndlistarmönnum sem eru komnir mislangt á ferli sínum í þeirri von að það opni fyrir rás næringarefna sem fljóti óheft á milli.“ Sýningarstjórar eru Unndór Egill Jónsson og Una Margrét Árnadóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar