Blóðbankinn Blóðbankinn fær þrjár nýjar vélar

Blóðbankinn Blóðbankinn fær þrjár nýjar vélar

Kaupa Í körfu

Nýjar véar til blóðskiljunar teknar í notkun í blóðbankanum. Óafur Kristinn Magnússon blóðgjafi Blóðbankinn hefur tekið í notkun þrjár nýjar vélar til að safna blóð- flögum og plasma. Vélarnar eru þægilegri og einfaldari í vinnslu en eldri vélar og stytta þær tímann sem hver gjafi þarf að bíða um fimm til tíu mínútur. Munu vélarnar gagnast við tvo þætti af þremur í starfsemi Blóð- bankans, þ.e. við söfnun blóðflaga og plasma, en þriðji þátturinn er heilblóðsöfnun sem flestir þekkja eflaust sem hafa gefið blóð. Vélarnar, sem koma á grunni þjónustusamnings við söluaðila sem endurnýjar vélar bankans reglulega, komu í hús á mánudag. Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum, segir að nú sé verið að prófa vélarnar á fyrstu blóðgjöfunum og þjálfa starfsfólkið. Að sögn Jórunnar er blóðflögu- og plasmasöfnunin mjög mikilvægur þáttur í söfnun Blóðbankans en þá þurfa gjafar að gefa sér um 90 mínútur til blóðgjafarinnar. Blóðflögurnar eru m.a. notaðar til að stöðva blæðingu og loka sárum. Rauðkornaþykknið sem er safnað með heilsöfnun er súrefnisríka blóðið og plasmað er blóðvökvinn sjálfur. Er það meðal annars mikilvægt þegar verið er að meðhöndla brunasár. Úr blóðflögugjöf með tæki eins og því sem nú hefur verið tekið í notkun fást tveir skammtar af blóðflögum í hverri gjöf. Í hefðbundinni heilblóðssöfnun þurfa skiptin hins vegar að vera átta til að geta blandað saman tvær einingar af blóðflögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar