Gróður farinn af stað í febrúar
Kaupa Í körfu
Óvenjuleg hlýindi undanfarið hafa hvorki farið framhjá fólki né gróðri. Gróður er sums staðar farinn að taka við sér líkt og vorið sé að koma. „Það er ástæðulaust að hafa áhyggjur enn sem komið er, en það getur verið áhyggjuefni ef hlýindin halda áfram og svo kemur hret,“ sagði Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Hann sagði að þessi hlýi febrúarkafli væri að verða óvenju langur. Margur gróður tekur við sér eftir að ákveðnum uppsöfnuðum hita er náð. Komi kuldakafli eftir hlýindin þá stöðvast vöxturinn. Hafi gróðurinn verið byrjaður að bæra á sér þá bregst hann hraðar við næst þegar hlýnar, að sögn Þórólfs. Veðurspáin gerir ráð fyrir kólnandi veðri eftir næstu helgi og það mun væntanlega hægja á allri gróðurframvindu. Þórólfur sagði að ýmsir laukar og runnar sem standa á góðum stöðum væru farnir að bæra á sér. Innfluttar tegundir frá suðlægari breiddargráðum geta látið svona hlýindakafla plata sig. Þótt þær verði fyrir áföllum og kali eitthvað þá ná plönturnar sér yfirleitt aftur á strik. Íslenska birkið lætur hins vegar hlýindin ekki plata sig heldur tekur það við sér í maí að venju.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir