Bridge

Bridge

Kaupa Í körfu

Bridgehátíð líkur og úrslit kynnt Norskir og danskir spilarar hrepptu aðalverðlaunin á Bridshátíð, sem lauk í gær. Norðmenn unnu tví- menninginn en Danir sveitakeppnina. Afar mjótt var á mununum í tví- menningskeppninni, sem lauk á föstudag, en að lokum stóðu Norð- mennirnir Rune Hauge og Erik Sæ- lensminde uppi sem sigurvegarar. Í öðru sæti voru Boye Brogeland frá Noregi og Simon Gillis frá Englandi, og í þriðja sæti enduðu Bandaríkjamennirnir John Lusky og Jim Elliott. Efstir af Íslendingunum urðu Aðalsteinn Jörgensen og Birkir Jón Jónsson í 5. sæti. Sigurvegararnir eru fastagestir á Bridshátíð og er þetta í annað skipti sem Hauge vinnur tvímenningsmótið. Hann er þekktur umboðsmaður knattspyrnumanna í Noregi en Sælensminde er atvinnumaður í brids. Brogeland og Gillis hafa einnig margoft spilað á Bridshátíð. Brogeland vakti alþjóðlega athygli árið 2015 þegar hann fullyrti að nokkrir af sigursælustu spilurum heims hefðu rangt við. Í kjölfarið voru þrjú alþjóðleg bridspör dæmd í keppnisbann fyrir svindl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar