Reykjavíkurskákmótið í Hörpu

Reykjavíkurskákmótið í Hörpu

Kaupa Í körfu

Gleðileg stund stórmeistara fyrir fyrstu umferð Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær Skemmtileg stund var í Hörpu í gær áður en Reykjavíkurskák- mótið hófst. Friðrik Ólafsson afhenti þá Vigni Vatnari Stefáns- syni virðingarvott frá Skáksam- bandinu í tilefni þess að Vignir náði lokaáfanga að stórmeist- aratitli í Serbíu á dögunum Hittust því fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák og sá nýjasti en Vignir er sextándi stórmeistari okkar Íslendinga. Friðrik er 88 ára gamall og varð stórmeistari árið 1958. Vignir er tvítugur að aldri og því sextíu og átta ár á milli stórmeistaranna tveggja. Borgarstjórinn Dagur B. Egg- ertsson lék fyrsta leik mótsins fyrir FIDE-meistarann Erdene Baasansuren frá Mongólíu. Teflir hann á móti Úkraínumanninum fræga Vasyl Ivanchuk sem er stigahæsti keppandinn en alls koma þeir frá fjörutíu og sjö lönd- um.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar