Varðskipið Óðinn siglir til Grindavíkur

Varðskipið Óðinn siglir til Grindavíkur

Kaupa Í körfu

Hátíðahöld um sjómannadagshelgina fjölbreytt og margt gert til yndisauka Nýr sigmaður á þyrlum Landhelgisgæslunnar fékk eldskírn og æfingu á laugardag þegar hann renndi sér úr TF-EIR nið- ur að Óðni sem var á siglingu í Garðsjó, út af Stafnesi. Varð- skipið gamla, sem nú hefur fengið haffærnisskírteini sem safnskip, var á leið til Grindavíkur og var þar til sýnis í tilefni af sjómannadeginum. Skipinu hefur á ýmsa lund verið gert til góða á síðustu árum og reyndist vel í túrnum, þeim fyrsta eft- ir áralangt stopp. Í bæjum við strönd landsins var margt gert til gamans og yndisauka á degi sjómanna. Hátíðin sú á sér langa sögu og hefur sömuleiðis sterka vitund í huga þjóðar sem byggir afkomu sína að stórum hluta á því að vel veiðist og aflinn skili sem mestum verðmætum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar