Kraftur
Kaupa Í körfu
Söfnuðu áheitum fyrir Kraft Þeir Sigurjón Ernir Sturluson, Halldór Ragnar Guðjónsson og Bergur Vilhjálmsson láta sig ekki muna um það að skila 350 km af erfiði í húsnæði Ultraform í Grafarholti. Þannig hófu þeir um kvöldmatarleytið í gær æfingar til styrktar Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein. Hyggjast þeir leggja á sig 50 km á skíðavél, 100 km á róðravél og 200 km á hjóli á 24 klukkustundum. Um níuleytið í gærkvöldi var enn mikill kraftur í drengjunum. „Þeir eru dansandi við vélarnar. Hoppa til og frá við tónlistina,“ segir Þórunn Hilda Jónasdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts. Hún segist þess fullviss að félagarnir muni halda út.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir