Herskip í Sundahöfn

Herskip í Sundahöfn

Kaupa Í körfu

Stutt viðdvöl í Reykjavík á sama tíma og Herkúles-herflutningavélar sjást á sveimi Hollenska herskipið HNMLS Rotterdam liggur nú við bryggju í Sundahöfn. Samkvæmt þjón- ustuskrá Faxaflóahafna mun skipið eiga viðdvöl hér á landi til 27. mars. Áhöfn HNMLS Rotterdam hefur helst unnið sér til frægðar að hafa sökkt móðurskipi sómalskra sjóræn- ingja undan ströndum Sómalíu árið 2012 en áhöfnin bjargaði í kjölfarið 25 mönnum úr sjónum undir skothríð frá landi. Ásgeir Erlendsson, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar, segir skipið við æfingar í Norður-Atlantshafi og eigi stutta hafnarkomu hér á landi. Þá hefur sést til Hercules herflutningavéla á sveimi yfir landinu undanfarna daga. Ásge- ir segir að ferðir herflutninga- vélanna tengist hvorki dvöl hol- lenska herskipsins hér á landi né æfingum þess. Hann segir mjög algengt að flutningavélar haf stutta viðdvöl á öryggis- svæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar