Íslenski hundurinn á Árbæjarsafni

Íslenski hundurinn á Árbæjarsafni

Kaupa Í körfu

Haldið upp á dag íslenska fjárhundsins í Árbæjarsafni í gær Dagur íslenska fjárhundsins var haldinn hátíðlegur á Árbæjar- safni í gær. Kátir hundar heilsuðu upp á gesti og féll dag- skráin sérstaklega vel í kramið hjá yngri kynslóðinni. Íslenski fjárhundurinn Lubbi, sem lesendur kannast ef til vill við úr barnabókinni Lubbi finn- ur málbein, fékk hjálp frá ung- um gestum safnsins við að losa um málbeinið og læra íslensku málhljóðin. Hann er duglegur að gelta en langar mikið að læra að tala. Eyrún Ísafold Gísladóttir og Þóra Másdóttir, höfundar bókarinnar um Lubba, kynntu hann fyrir gestum og gangandi. Auk fjárhunda mátti sjá á vappi landnámshænur og hesta, kindur, lömb og geitur. Voru dýrin saman í friði og spekt og sólin skein glatt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar