Listaverk og Harpa í morgunsól

Listaverk og Harpa í morgunsól

Kaupa Í körfu

Listaverk Elínar Hansdóttur, Himinglæva, sem stendur við Hörpu, naut sín til fulls rétt fyrir hádegið í gær þegar geislar sólarinnar endurspegluðust af tónlistarhúsinu og féllu á það. Titill verksins er sóttur í norræna goðafræði en Himinglæva er ein af níu dætrum sjávarguðsins Ægis og konu hans Ránar. Himinglævu hefur verið lýst sem margslungnu verki með tilliti til forms þess. Það er eins konar hljóðfæri og sagt er að vindurinn „spili“ á skúlptúrinn. Himinglæva var vígð vorið 2022.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar