Galdrafár á Vestfjörðum

Galdrafár á Vestfjörðum

Kaupa Í körfu

Norn var leidd að báli á Hólmavík í gærkvöldi. Um var að ræða viðburð sem nefnist Frelsun nornarinnar og er hluti af lista- og menningarhátíðinni Galdrafár á Ströndum. Nornin var leidd í fjötrum í skrúðgöngu frá Bragganum og niður á strönd. Þar var hún leyst úr böndunum og kveikti hún sjálf í bálkesti. Hátíðin Galdrafár á Ströndum er haldin í fyrsta sinn um helgina. Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir forsvarsmaður hátíðarinnar segir að mikill vilji sé til þess að halda hátíðina árlega héðan í frá á Hólmavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar