Grindavík - Valur 1:2

Grindavík - Valur 1:2

Kaupa Í körfu

HLÍÐARENDASTRÁKARNIR hans Þorláks Árnasonar komu, sáu og sigruðu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Valsmönnum var spáð falli í hinu árlega kaffisamsæti fyrir Íslandsmótið en flestir hafa reiknað með því að Grindvíkingar taki þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Það var hinsvegar Þorlákur sem brosti breiðast í leikslok. Strákarnir hans stóðust prófið í fyrsta leik og virðast staðráðnir í að láta allar hrakspár sem vind um eyru þjóta. Myndatexti: Jóhanni Hreiðarssyni úr Val var fagnað innilega af félögum sínum í Grindavík enda rík ástæða til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar