Skák í Grænlandi - Jonathan og Sigurlaug

Skák í Grænlandi - Jonathan og Sigurlaug

Kaupa Í körfu

Alþjóðlega atskákmótinu Greenland Open 2003 lauk í gær Englendingurinn ungi Luke McShane bar sigur úr býtum á Alþjóðlega atskákmótinu, Greenland Open 2003, með 8½ vinning. Mótinu lauk í gær þegar níunda umferðin var tefld en McShane hafði tryggt sér sigur í 8. umferð með jafntefli á móti Bandaríkjamanninum Nick de Firmian. Í öðru sæti lenti Jóhann Hjartarson með 7½ vinning og í því þriðja var Pedrag Nikolic með sjö vinninga. MYNDATEXTI: Jonathan Motzfeldt, forseti grænlenska þingsins, þakkar hinni 10 ára gömlu Sigurlaugu Jóhannsdóttur fyrir góða skák en hann hrósaði henni í hástert. Mikill áhugi hefur kviknað á Grænlandi á skáklistinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar