Skák í Grænlandi - Luke og Nick

Skák í Grænlandi - Luke og Nick

Kaupa Í körfu

Alþjóðlega atskákmótinu Greenland Open 2003 lauk í gær Englendingurinn ungi Luke McShane bar sigur úr býtum á Alþjóðlega atskákmótinu, Greenland Open 2003, með 8½ vinning. Mótinu lauk í gær þegar níunda umferðin var tefld en McShane hafði tryggt sér sigur í 8. umferð með jafntefli á móti Bandaríkjamanninum Nick de Firmian. Í öðru sæti lenti Jóhann Hjartarson með 7½ vinning og í því þriðja var Pedrag Nikolic með sjö vinninga. MYNDATEXTI: Luke McShane tryggði sér sigur á mótinu eftir að hafa gert jafntefli við Nick de Firmian. Skákin var æsispennandi og tímahrakið algjört.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar