Jóhann Hjartarson

Jóhann Hjartarson

Kaupa Í körfu

NORÐURLANDAMÓT skákfélaga fór fram í gær í fjórða sinn en meðal þátttökuliða voru tvö íslensk skáklið, Íslandsmeistarar Hróksins og silfurlið Hellis sem mættust strax í fyrstu umferð. Teflt var eingöngu með aðstoð Netsins og á skákþjóninum ICC á slóðinni www.chessclub.com ............ Meðal keppenda voru stigahæsti skákmaður landsins, Jóhann Hjartarson, með 2.640 Elo-stig, sem tefldi á fyrsta borði Hróksmanna en á fyrsta borði Hellismanna tefldi Hannes Hlífar Stefánsson, með 2.560 Elo-stig, Íslandsmeistari í skák. Á myndinni er Jóhann að keppa við Hannes Hlífar, en viðureign þeirra endaði með jafntefli MYNDATEXTI: Jóhann Hjartarson teflir netskák.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar