Hannes Hlífar Stefánsson

Hannes Hlífar Stefánsson

Kaupa Í körfu

SKÁK.IS og Skáksamband Íslands stóðu sameiginlega að vali skákmanns ársins 2000. Í ljósi þess, að skákmenn hafa verið fljótir að tileinka sér þá möguleika sem Netið býður upp á og að sífellt fleiri Íslendingar tefla á Netinu var ákveðið að velja skákmann ársins á langvinsælasta íslenska skákvefnum, skák.is. Valið var þó ekki látið algjörlega í hendur skákáhugamanna, heldur tilnefndi Skáksamband Íslands sjö skákmenn sem velja mátti um. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson vann öruggan sigur og á vissulega skilið að hljóta titilinn skákmaður ársins 2000. Tveir ungir og efnilegir skákmenn, Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson lentu í öðru og þriðja sæti. Alls greiddu 122 skákáhugamenn atkvæði í kosningunni. Úrslit urðu sem hér segir:

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar