Bent Larsen

Bent Larsen

Kaupa Í körfu

Danski skákmeistarinn Bent Larsen, sem er Íslendingum góðkunnur fyrir mikið og gott samstarf við íslenskt skáksamfélag, var sæmdur fálkaorðunni við hátíðlega athöfn 10. nóvember. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fagnaði Larsen innilega og rifjaði upp að einvígi Larsens og Friðriks Ólafssonar 1956 hefði verið afar eftirminnilegt og væri sennilega fyrsti alþjóðlegi viðburðurinn sem hann myndi eftir. Við þetta tækifæri drógu Bent Larsen og Friðrik Ólafsson um það hvor skyldi hefja leikinn í einvígi þeirra, sem hefst 11. nóvember. Bent Larsen ásamt konu sinni, Laura Beatriz Benedini.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar