Ráðstefna Samsung

Ráðstefna Samsung

Kaupa Í körfu

Í VIKUNNI var haldin í Reykjavík árleg ráðstefna Evrópudeildar myndavélaframleiðandans Samsung. Hana sóttu rúmlega 60 umboðsmenn Samsung-myndavéla í Evrópu og að auki um 30 blaðamenn, ritstjórar og ljósmyndarar margra helstu ljósmyndatímarita álfunnar. Fram kom að markaðshlutur stafrænna myndavéla í Evrópu og Bandaríkjunum sé nú um helmingur myndavélamarkaðarins, en búist er við um 50% aukningu í sölu stafrænna véla árið 2004, og ætlar Samsung sér drjúgan hlutdeild í þeirri söluaukningu. Sérstaka viðurkenningu hlaut Peter Winkler frá Ungverjalandi fyrir mestu söluaukningu á síðasta ári þar í landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar