Jólaskreytingar í Hafnarfirði

Jólaskreytingar í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

JÓLAÞORPIÐ er risið í Hafnarfirði, en tuttugu lítil jólahús eru nú komin á nýuppgert Thorsplanið. Verið er að skreyta húsin og allt umhverfi þeirra og skógur jólatrjáa mun rísa í Jólaþorpinu á næstu dögum. Hafnfirsk leikskólabörn láta ekki sitt eftir liggja við jólaskreytingarnar. Um 700 leikskólabörn mættu í gær í Jólaþorpið og skreyttu jólatrén með jólaskrauti sem þau hafa verið að búa til undanfarnar vikur. MYNDATEXTI: Krakkarnir í Tjarnarási skreyta stóra jólatréð í Jólaþorpinu í Hafnarfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar