Tískusýning í Árbæjarkirkju

Tískusýning í Árbæjarkirkju

Kaupa Í körfu

Á vinkvennakvöldi Soroptimistaklúbbsins í Árbæ nýlega sýndu Katrín Ágústsdóttir og Hildur Bolladóttir hönnun sína. Katrín sýndi fatnað sem hún hefur unnið úr bómullartextíl og ullarsilki. Hildur sýndi m.a. velúrkjóla og vönduð sett, peysur og pils eða buxur. Sýningin var vel heppnuð, góð stemning í salnum og Katrínu og Hildi var klappað lof í lófa í lok hvers atriðis. Katrín lýsti hverri flík og sagði frá því hver hannaði hvað og lýsti efni og áferð. MYNDATEXTI: Konurnar í salnum þreifuðu á efninu. Áferðin er mjúk og efnið fislétt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar