Álftanes - Líkan

Álftanes - Líkan

Kaupa Í körfu

Nú er til kynningar tillaga að nýju deiliskipulagi miðsvæðis á Álftanesi. Tillagan nær til íbúðabyggðar, atvinnustarfsemi og byggðar Eirar. Magnús Sigurðsson kynnti sér tillöguna. Miðsvæðið svonefnda á Álftanesi á án efa eftir að hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga. MYNDATEXTI: Líkan af skipulagstillögunni. Efst er grunnskólinn og íþróttahúsið. Við skólalóðina er líka leikskóli og norðvestan við skipulagssvæðið og á milli þess og leikskólans er fyrirhugaður bæjargarður. Aðalgatan liggur í gegnum svæðið frá Suðurnesvegi, en síðan liggja tvær húsagötur í sitt hvora áttina út frá þessari aðalgötu, önnur til austurs og endar í 3-4 botnlöngum en hin til vesturs og endar í tveimur botnlöngum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar