Tumi Magnússon

Tumi Magnússon

Kaupa Í körfu

Í galleríi i8 við Klapparstíg hefur Tumi Magnússon myndlistarmaður komið fyrir nokkrum ferköntuðum ljósmyndum. Eða málverkum. Það er ekki svo gott að segja, enda verkin ekki auðskilgreinanleg - og það er einmitt það sem listamaðurinn óskar eftir. "Þetta eru ljósmyndir, en þær eru það mikið unnar að það mætti kannski heldur kalla þær stafræn málverk," segir Tumi, sem opnar einkasýningu í galleríinu á morgun. "Myndir eru allar af kassalaga hlutum, teknar á ská, sem síðan hefur verið rétt úr til að verða í laginu eins og mynd. Við fyrstu sýn láta þessar myndir kannski ekki mikið yfir sér, en út af þessari leiðréttingu eru þær orðnar dálítið skrýtnar og einkennilegar." MYNDATEXTI Tumi Magnússon: "Mín afstaða er sú að ef maður ætlar að gera eitthvað sem skiptir máli felur það í sér að vinna ekki bara með það sem er til fyrir og viðurkennt sem myndlist. Myndlist verður aldrei spennandi nema maður leiti dálítið út fyrir listina og taki áhættu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar