Fjöltefli í Rimaskóla

Fjöltefli í Rimaskóla

Kaupa Í körfu

SKÁKKONAN Regína Pokorna, liðsmaður Fjölnis í skák, tefldi í gærmorgun fjöltefli við nemendur í Rimaskóla. A sveit Fjölnis trónir nú á toppi 2. deildar Íslandsmóts skákfélaga með 20 vinninga af 24 mögulegum að lokum fyrri hluta Íslandsmótsins, en keppt var í Menntaskólanum við Hamrahlíð um helgina. Margir liðsmenn Fjölnis eru nemendur í Rimaskóla. Regina tefldi við 38 nemendur Rimaskóla. Hún gerði jafntefli við Norðurlandameistarann Hjörvar Stein Grétarsson í 8. bekk en vann aðra þátttakendur. MYNDATEXTI: Skákdrottning - Hin slóvaska Regína Pokorna teflir fjöltefli í Rimaskóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar