Óupplýstur Suðurlandsvegur

Óupplýstur Suðurlandsvegur

Kaupa Í körfu

VIÐ MUNUM leggja áherslu á að harðar verði tekið á þessu með tvennum hætti, bæði í auknu eftirliti og hærri sektum til framkvæmdaaðila. Það eru alveg skýrar reglur um hvernig þeir eiga að vinna en hafa komist allt of oft upp með að ganga ekki frá merkingum eins og á að gera," segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, um frágang og merkingar vegavinnusvæða. Á laugardagskvöld varð banaslys á Reykjanesbraut við Moldubraut í Garðabæ er bifreið var ekið á vegstein við framkvæmdasvæði - þar sem unnið er að tvöföldun brautarinnar. Einn af þeim þáttum sem lögreglan í Hafnarfirði rannsakar í tengslum við slysið eru vegmerkingar á svæðinu. MYNDATEXTI: Fullnægjandi? - Við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar er unnið að gerð mislægra gatnamóta og eru viðeigandi þrengingar af þeim sökum. Hér sést hvernig Suðurlandsvegurinn er "lýstur upp" í rökkrinu og ljóst að mikil hætta getur skapast.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar