Tónleikar Magna og félaga

Tónleikar Magna og félaga

Kaupa Í körfu

MJÖG góð stemning var á stórtónleikum í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem Magni Ásgeirsson kom fram ásamt þeim Toby, Josh, Dilönu og Storm úr Rock Star Supernova-þáttunum. Einnig spiluðu hljómsveitirnar Á móti sól og húshljómsveitin úr sjónvarpsþáttunum. Að sögn Atla Bollasonar, tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins sem var á tónleikunum, stóð Magni sig áberandi best söngvaranna. "Hann náði salnum best og valdi skemmtilegustu lögin. Áhorfendur voru mikið til í yngri kantinum, mest unglingar, en líka hellingur af börnum í fylgd með fullorðnum."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar