Snjór í höfuðborginni

Snjór í höfuðborginni

Kaupa Í körfu

SÍÐUSTU tveir dagar hafa verið með þeim annasamari í snjóhreinsun í borginni það sem af er vetri og hafa menn á allt að 50 snjóruðningstækjum, stórum og smáum, verið ræstir út til að greiða fyrir samgöngum. Reikna má með að moksturinn kosti borgina um sex milljónir króna á dag og eru þá tekin með í reikninginn snjóruðningur og hálkueyðing á götum og gönguleiðum. Reykjavíkurborg sjálf á engin snjóruðningstæki en snjóruðningur á gatnakerfinu er boðinn út og sinnt af verktökum og fyrirtækjum. Mikil áhersla hefur verið lögð á snjóhreinsun og má búast við áframhaldandi vinnu á því sviði um helgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar