Konráð Sæmundsson
Kaupa Í körfu
Aðstaðan er svo sem engin og verkfæri eru af skornum skammti svo ég vinn að mestu með höndunum og eftir minni," segir hagleiksmaðurinn Konráð Sæmundsson, sem segist vera að drepa tímann með því að dunda sér við smíði bátalíkana sér til skemmtunar og yndisauka. Konráð, sem er á 92. aldursári, fór ekki að snúa sér að bátasmíðinni fyrr en hann varð ekkill fyrir þremur árum. Eftir hann liggja nú átta skipslíkön, sem öll eru af síldarbátum sem Konráð var einu sinni háseti á. Þar af eru þrjú líkananna komin á Sjóminjasafn Reykjavíkur, en það eru Sjöstjarnan, Ester og einn kútter, sem svo var kallaður, en þeir sigldu vélarlausir með seglum hér á árum áður. MYNDATEXTI Hagleiksmaður Þó Konráð Sæmundsson sé nú komin á 92. aldursár, vefjast smáatriðin við bátalíkanagerðina ekkert fyrir honum, enda státar hann af góðu minni og man vel eftir þeim bátum sem hann hefur róið.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir