Réttindamál
Kaupa Í körfu
FÉLAG vélstjóra og málmtæknimanna, VM, hélt í gærkvöldi upplýsingafund með pólskum félögum sínum þar sem farið var yfir ýmis réttindamál. Fundurinn fór allur fram á pólsku en hátt á þriðja hundrað pólskir félagsmenn starfa í málm- og véltækniiðnaði hérlendis. Á fundinum var farið yfir grundvallaratriði kjarasamninga og þann rétt sem félagsmenn eiga hjá félaginu. Fram kemur að nokkuð hafi borið á því að erlendir iðnaðarmenn hafi ekki fengið greitt sem slíkir og það hafi grafið undan stöðu iðnaðarmanna. Segir að markmið VM sé að ná tengslum við þennan hóp félagsmanna til þess að vita hvaða upplýsingar vantar og á hvaða sviðum er verið að brjóta á þeim kjarasamninga. Þá voru kynnt námskeið á pólsku á fundinum um réttindi á vinnumarkaði hér. MYNDATEXTI VM fundaði með pólskum félagsmönnum sínum í gærkvöldi og fór allur fundurinn fram á pólsku.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir