Hundrað ára brúðkaupsafmæli
Kaupa Í körfu
OKKUR þótti gott að enda árið á þessum viðburði. Auk þess spillti ekki fyrir að eiga alltaf frí á brúðkaupsafmæli sínu,“ segir Sólborg Sveinsdóttir um brúðkaup hennar og Viðars Þorlákssonar á gamlársdag fyrir 60 árum. Þau hjónin héldu í gær ásamt dóttur sinni, Steinunni, og manni hennar Jóhanni Pétri Valssyni, upp á samanlagt 100 ára brúðkaupsafmæli sitt, en Steinunn og Jóhann giftu sig hinn 16. desember fyrir 40 árum. Blásið var til heilmikillar veislu og voru afkomendur Sólborgar og Viðars komnir víða að, m.a. frá Svíþjóð og Bandaríkjunum. Sólborg og Viðar eignuðust átta börn og þar af eru sex á lífi, auk þess sem þau eiga 21 barnabarn og 16 barnabarnabörn. MYNDATEXTI Hjónin Viðar Þorláksson, Sólborg Sveinsdóttir, Steinunn Viðarsdóttir og Jóhann Pétur Valsson fagna tímamótum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir